Ungir Frumkvöðlar

Byrjunin á þessu öllu saman

3/21/2023

Roð Snakk byrjaði í lokaverkefnis áfanga í Tækniskólanum sem snerist í kringum Unga Frumkvöðla. Ungir Frumkvöðlar er keppni haldin á vegum JA Iceland sem tilheyrir alþjóðlegu samtökunum Junior Achivement (JA). Ungir Frumkvöðlar er ætlað til þess að hvetja ungmenni til þess að stofna eigið fyrirtæki og koma hugmyndum ungmenna í verk. Keppnin er haldin árlega fyrir alla menntaskólanema á landinu og hvetjum við því alla sem mega að taka þátt.

Hugmyndin átti sér upptök í eldhúsinu heima eftir kvöldmat. Það var lax í matinn og fannst mér það vera sóun þegar ég henti roðinu. Á þessu leiti var ég í frumkvöðlafræði-áfanga og var því hugurinn á fullu að pæla í vandamálum og lausnum á þeim. Þetta leiddi til þess að ég fór að leita að leiðum til þess að nýta roðið og datt loks í hug að búa til snakk.

Þar sem hugmyndin var kominn fórum við á fullt að undirbúa allt fyrir keppnina. Fyrstu tilraunir okkar í að útbúa snakk úr roði misheppnuðust algjörlega og var snakkið alveg óætt en að lokum heppnaðist að útbúa snakk sem var meira en bara ætt. Vörumessan í Smáralind nálgaðist hratt og margt enn þá ógert. Við áttum eftir að útbúa tímabundnar pakkningar og hönnun á lógó.

Komið var að vörumessunni. Við vorum mættir vel tímanlega með fullt af Roð Snakki og fullt skott af skreytingum fyrir básinn. Vörumessan Gekk vel og fólk tók vel í snakkið. Margir spurðu hvort við værum komnir i sölu því þeim langaði að leifa vinum og fjölskyldu að smakka. Allt roðið var búið upp úr klukkan þrjú en þá áttum við enn tæpa þrjá klukkutíma eftir af vörumessunni. Upp undir lokin vorum við orðnir verulega þreyttir og lúnir en þó sáttir með árangur dagsins. Við unnum til verðlauna fyrir frumlegasta básinn og hægt er að sjá myndir af honum hér fyrir neðan.

Eftir vörumessuna áttum við eftir að skila inn lokaskýrslu og kynningarmyndbandi, þau skil gengu vel og vorum við tilnefndir til verðlauna og í því fólst að undirbúa kynningu sem yrði kynnt í sal Arion banka. Kynningin gekk sæmilega og tókum við við verðlaunagripnum fyrir frumlegasta sölubásinn að kynningunum loknum.

Þátttaka okkar í ungum frumkvöðlum reyndist okkur gríðarlega mikilvæg og ekki væri til Roð Snakk ef væri ekki fyrir Ja Iceland.

Tökur fyrir kynningarmyndbandið.
Básinn sem vann okkur til verðlauna.
Skreytingar og undirbúningur í fullum gangi.
Nýkomnir úr fjöruferð í leit að skreytingum fyrir básinn.